Ásýndir og umhverfi setlaga

Grundvallarhugsunin að baki umhverfisgreiningu byggir á kennisetningunni að nútíminn sé lykilinn að fortíðinni þ.e. að túlkun á fornum jarðlögum felst í samanburði við náttúruna eins og hún er að mótast í dag. Túlkunin byggir á skilningi á setmyndun í umhverfi okkar sem aðeins fæst með þekkingu á eðlis-, efna- og líffræðilegum öflum sem eru að verki í náttúrunni. Þessi grundvallarhugsun er ekki ný til komin, en 1893 skrifaði Johannes Walther að best væri að skýra forn fyrirbæri í náttúrunni með því að bera þau saman við jarðfræðileg ferli nútímans.

Umhverfi

Mörg setlög bera með sér uppruna sinn og úr þeim má lesa sitthvað um flutningshátt og erfðir. Önnur setlög endurspegla aðeins umhverfið sem þau mynduðust í, en algengast er að að setlögin beri merki um hvort tvegga. Þetta hefur verið sett fram af fræðimönnunum F.J. Pettijohn annars vegar og Harvey Blatt, Gerard V. Middleton og Raymond C. Murray hins vegar.


Pettijohn: Setfræðilegt umhverfi er skilgreint með tilteknum eðlis- og efnafræðilegum breytum sem eru að verki innan landlagseiningar af ákveðinni stærð og gerð.
Blatt, Middleton og Murray: Umhverfið táknar hluta af yfirborði jarðar sem greina má frá öðrum hlutum þess á eðlis- efna- og líffræðilegum aðstæðum sem hafa áhrif á þetta tiltekna yfirborð.
Skilgreining á umhverfi sets

Sem dæmi um sérstök umhverfi má nefna sandskafl, óseyri eða aurkeilu.

Ásýnd

Jarðfræðingar glíma við þann vanda að lesa umhverfið út úr syrpum af setlögum eða setbergi sem eru slitin úr öllum tengslum við ferlin sem mynduðu þau.


Til að greina setmyndunarumhverfi er lesið úr syrpum af setlögum/setbergi. Setlagasyrpunum er skipt í einingar eftir mismunandi útliti og er hver eining kölluð ásýnd (facies = merkir andlit eða ásjóna). Nicholaus Steno notaði fyrstur manna hugtakið ásýnd, en Armand Gressly var fyrstur til að nota hugtakið á prenti árið 1838.


Hugtakið ásýnd er notað til að lýsa seti eða setbergi, en ekki til að ná yfir hugtakið umhverfi. Ásýnd er grundvölluð á einkennum sem eru skoðuð og endurspegla ákveðið ferli eða umhverfi t.d. gefur kolalag til kynna að umhverfið hafi verið nálægt vatnsyfirborði o.s.fr.


Ásýnd: er jarðmyndun með ákveðin einkenni svo sem:

Einkenni greina hana frá öðrum hlutum jarðlagaeiningar. Dæmi rauð völubergsásýnd eða grófkorna flatt lagskipt sandsteinsásýnd.


Á ýmsu veltur hvaða einkenni eru notuð hverju sinni til að lýsa ásýnd. Almennt er gerð sú krafa að ásýnd sé skilgreind með einkennum sem hægt er að staðreyna og helst mæla. Færst hefur í vöxt að nota staðlaða lykla til að lýsa einstökum ásýndum þar sem einstaka bókstafur segir til um ákveðin einkenni t.d. kornastærðardreifingu. |T| Skiptir máli að gera lýsingar sem nákvæmastar svo að síðar megi skipta einingum saman inn í ákveðin umhverfi og túlka óháð því hver safnaði upplýsingunum.


Ásýndum er skipt í:
1) lífásýnd (biofacies): einkennist af steingervingum
2) bergásýnd (lithofacies): einkennist af berggerð þ.e. áhersla á efna- og eðlisfræðileg einkenni
3) myndbreytingarásýnd (metamorpic facies): einkennist af myndbreytingu bergs þ.e. steindasamsetningu bergs sem hefur breyst vegna hita og þrýstings
  Að auki má nefna jarðskjálftaásýnd og log-ásýnd (borholusnið)

Túlkun og tenging ásýnda

Sem fyrr segir er ásýnd afmörkuð eining sem myndast við ákveðnar setmyndunaraðstæður sem endurspegla ákveðin ferli og umhverfi. Hvernig á að ráða umhverfi út frá ásýnd fornra jarðlaga. Engin bein sönnunargögn eru til því setlögin eru slitin úr öllum tengslum við ferli dagsins í dag. Þar að auki segja ásýndir einar og sér lítið um umhverfið, vegna þess að þær geta myndast við mismunandi aðstæður í ólíkum umhverfum. Sem dæmi má nefna að skálga sandsteinn getur myndast í svigðóttum ám, kvíslóttum ám í strandumhverfi o.s.fr. Af þessum sökum verður að draga saman upplýsingar um tengsl, afstöðu og einkenni ásýnda innbyrðis áður en umhverfistúlkun hefst. Að lokinni feltvinnu á tilteknu rannsóknarsvæði liggur fyrir jarðfræðikort og snið með upplýsingum um gerð og ásýnd allra jarðmyndana sem síðar er hægt að bera saman við gagnabanka um nútímasetumhverfi og ferli.

Varðveislumöguleikar

Set varðveitist illa við afflæði því að meiriparturinn hverfur við rof stuttu eftir myndun. Varðveisla er þó nauðsyn til að bera saman við eldra berg. Helstu þættir sem stjórna varðveislu eru annars vegar stærð og tíðni orku í umhverfinu og hins vegar hraði jarðsigs og setmyndunar — áflæði, afflæði.