Tímatalsfræði jarðar

Í daglegu lífi er okkur tímahugtakið tamt. Við fylgjumst með aldri fólks og höldum upp á afmælisdaga, minnumst ýmissa liðinna atburða í lífi okkar og munum eftir helstu viðburðum í sögunni. Tímahugtakið er einnig samofið jarðsögunni en á stuttri ævi okkar upplifum við ýmsa jarðsögulega viðburði eins og eldgos og jarðskjálfta. Við getur líka leitað í ritaðar heimildir til að komast að því hvenær Vestmannaeyjargosið var, myndun Surtseyjar og hvenær gos í Vesúvíus lagði Pompei í eyði. Viljum við hins vegar gera okkur grein fyrir aldri berglaga í vestfirskum og austfirskum fjöllum horfir málið öðruvísi við.


Við mat á aldri jarðlag nýta jarðfræðingar reynslu sína leita upplýsinga í heimildum sem finna má í bókum, fræðigreinum eða jarðfræðikortum. Oft er þetta auðvelt en getur líka verið flókið og tímafrekt. Sú grein jarðfræðinnar sem fæst við þessi vandamál kallast tímatalsfræði Jarðar (geochronology).