Ordóvísíum- og sílúrtímabilin

Um svipað leiti og Sedgwick ◊. var að rannsaka berglagaopnurnar í Norður-Wales var fyrrum nemandi hans, Sir Roderick Impey Murchison að hefja rannsóknir á steingervingaauðugum setlögum í fjöllum Suður-Wales. Murchison kallaði jarðlög frá þessu tímabili eftir fornum þjóðflokki sem áður bjó á svæðinu, Silures. Árið 1835 birtu þeir Murchison og Sedwick fræðigrein: „On the Silurian and Cambrian Systems, Exhibiting the Order in Which the Older Sedimentary Strata Succeed Each Other in England and Wales.“ Með útgáfu þessarar greinar kynntu þeir undirstöðuatriði tímakvarða fornlífsaldar.


Á næstu árum áttu þessir tveir menn eftir að lenda í ritdeilum og vinslit urðu. Sedgwick hafði ekki tekist að lýsta steingervingum í þeim myndunum sem hann rannsakaði og þess vegna var ekki hægt að þekkja þessa myndun í öðrum löndum. Murchison hélt því þess vegna fram að kambríum væri ekki gilt heiti og hélt því fram að öll setlög milli forkambríum og devon tilheyrðu sílúr. Sedgwick mótmælti að sjálfsögðu en nafngift hans, kambríum, hlaut ekki viðurkenningu utan Englands fyrr en tekist hafði að lýsa steingervingum frá efri hluta berglaganna. Steingervingarnir reyndust líkir steingervingafánu á meginlandi Evrópu og Norður-Ameríku. Það var svo enski jarðfræðingurinn Charles Lapworth sem notaði efsta hluta kambríumlaganna frá Sedgwick og neðri hluta sílúrlaganna frá Murchison og skilgreindi nýtt tímabil — ordóvísíum. Elstu þrjú tímabil fornlífsaldar voru staðreynd studdar óhrekjandi rökum.


Til að ákveða afstæðan aldur jarðlaga frá ordóvísíum og ársílúr er stuðst við steingervinga þríbrota og graptólíta.



Tímasvið nokkurra valdra fylkinga og flokka í jarðsögunni. ◊.



Jarðsögutafla: ◊.


Yfirlitsmyndir: