Þorvaldur Thoroddsen

Allt fram undir 1880 trúðu flestir jarðfræðingar því að Ísland hefði hlaðist upp neðansjávar og enn vantaði mikið upp á heildarmyndina af byggingu og uppruna landsins. Þorvaldur (1855-1921) safnaði þeim gögnum og upplýsingum (1882-1892) sem þurfti til að túlka heildamyndina í ljósi kenninga Huttons. Þorvaldur lagði línurnar að íslenskri nútímajarðfræði og kom heildarmynd hans út á korti árið 1901 og 5 árum síðar í riti hans „Island, Grundriss der Geographie und Geologie“.


Þorvaldur áleit blágrýtismyndunina 4.000 m þykka og að upphleðslunni hefði lokið í lok míósen með jarðhniki og landsigi en upphleðsla sjávarsets hefði síðan tekið við á plíósen (1,64 - 5,2 Má). ◊. ◊. Síðan hlóðust upp grágrýtis- og móbergsmyndanir fram á ísöld. Þorvaldur áleit að ísöldin hefði verið óslitið kuldaskeið. Af fjölmörgum ritum Þorvaldar má að auki nefna Landfræðisaga Íslands (1892-1904), Lýsing Íslands (1905-1922), Ferðabók (1913-1915), Die Geschichte der Isländischen Vulkane (1925).