Þorleifur Einarsson

Að loknu námi í gagnfræðaskóla fór Þorleifur (1931-1999) í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1952. Ári síðar hóf hann nám í jarðfræði við háskólann í Hamborg sem hann lauk frá háskólanum í Köln árið 1960. Þorleifur stundaði síðar framhaldsnám og rannsóknir við háskólann í Bergen og Cambridge. Að loknu doktorsprófi starfaði hann sem sérfræðingur í jarðfræði við Háskóla Íslands samhliða stundakennslu við hina ýmsu skóla og þar á meðal Menntaskólann í Reykjavík (1963-1969). Árið 1975 var Þorleifur skipaður prófessor í jarðsögu og ísaldarjarðfræði við jarðfræðiskor Háskóla Íslands. Hann sat í stjórn hinna ýmsu félaga svo sem Hinu íslenska náttúrfræðifélagi, Jarðfræðifélagi Íslands svo eitthvað sé nefnt.


Þorleifur stundaði margþættar rannsóknir í jarðfræði og ber þar einna helst að nefna rannsóknir á þróun gróðurfars á Íslandi og loftslagssögu. Hann birti fjölda greina og bóka um jarðfræðileg efni og umhverfisvernd og má þar einna helst nefna bókina „Saga bergs og lands (1968)” sem lengi vel var notuð við kennslu í jarðfræði í flestum framhaldsskólum landsins. Að auki ber að nefna Geologie von Hellisheidi (1960), Pollenanalytische Untersuchungen zur spät- und postglazialen Klimageschichte Islands (1961) og The stratigraphy of Tjörnes, N-Iceland and the History of Bering Land Bridge sem Þorleifur skrifaði ásamt tveimur bandarískum jarðfræðingum (Hopkins & Doell).