Sveinn Pálsson

Sveinn Pálsson (1762-1840), síðar landlæknir, var fyrstur manna til að ljúka prófi hjá danska náttúrufræðifélaginu (Naturhistorie-Selskabet) sem stofnað var árið 1789. Sveinn ferðaðist um landið árin 1791-1794 og stundaði alla tíð rannsóknir á íslenskri náttúru meðfram læknastarfinu. Merkustu athuganir Sveins voru í jöklafræði, en athuganir hans á afkomu og hreyfingu jöklanna leiddi til flokkunnar íslenskra jökla í hájökla og falljökla. Einnig gerði hann sér grein fyrir því að íslensku blágrýtislögunum hallar inn að miðju landsins. Eftir Svein liggja nokkur ritverk svo sem Ferðabókin, Jöklarit og Eldrit sem voru þó ekki gefin út fyrr en 1945.