Henry Clifton Sorby

Um miðja 19. öld gerðu menn sér ljóst að berg er í aðalatriðum þrenns konar þ.e. storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Á þeim tíma töldu menn sig skilja uppruna setbergsins, og einu spurningarnar sem spurt var um set tengdust því hversu gamalt það væri og hvaða steingervingar væru í því. Flestir jarðfræðingar næsta áratug á eftir einbeittu sér að furðugrjóti á borð við basalt, granít og gneis. Helsta undantekningin var Henry Clifton Sorby.


Henry Clifton Sorby ( 1826-1908) var langt á undan sínum samtíðarmönnum og birti fjölda greina um setlög og bergfræði á árunum 1850-1908. Hann fann upp á því að skoða setberg í þunnsneið, en sú tækni átti eftir að valda þáttaskilum í almennum bergfræði rannsóknum, enda er Sorby almennt viðurkenndur sem faðir bergfræðinnar. Ræða Sorbys á aðalfundi Jarðfræðifélagsins í London 1879 og grein sem hann ritaði árið eftir um byggingarlag og uppruna setlaga, eru taldar marka upphaf setlagafræðinnar sem sjálfstæðrar vísindagreinar.


Bergfræðingar tóku aðferð Sorbys, að skoða þunnsneiðar af bergi í smásjá, tveimur höndum, en jarðlagafræðingar tóku lítið eftir verkum Sorbys og aðferð hans, gleymdist þeim þangað til á öðrum og þriðja áratug 20. aldarinnar, þegar menn fóru að nota þungar steindir (em. > 2,85) til að tengja saman setlög án steingervinga. Þetta var mikið notað við borholusnið, og bergfræði setbergs tók stórt stökk fram á við.



Sjá síðu hjá Florida State University (FSU) um athugun steinda í skautuðu ljósi.