Jean-Baptiste de Monet de Lamarck

Margir hafa haldið því fram að Darwin hafi fyrstur manna komið fram með kenninguna um þróun lífvera. Það er ekki allskostar rétt því að í raun var umræðan um þróun löngu hafin áður en hugmyndir Darwins komu fram. Hins vegar útskýrði Darwin þróun lífvera með kenningunni um náttúruval þar sem umhverfið velur út heppilegustu eiginleikana við ákveðnar aðstæður. Þar með var fengin mikilvæg skýring á þeim ferlum sem stýra þróuninni. Einn af þýðingarmestu forverum Darwins var Lamarck (1744-1829) sem var einn af frumherjum þróunarfræðinnar (Lamarckismi).


Þungamiðja kenningu hans er að áunnir eiginleikar ganga að erfðum þannig að notkun og/eða notkunarleysi líffæra komi fram sem styrkt eða rýrnuð líffæri í afkvæmum. Sem dæmi tók hann lengingu á háls gíraffa (áunnið/stökkbreytt?) og að börn lyftingarmanna hefðu meiri vöðva en börn skirfstofublókar. Lamarck hélt einnig þeirri skoðun fram að lífverur breyttust í aldanna rás (þróun), en Cuvier taldi að dýrategundir dæju út og að nýjar kæmu í staðinn. Að auki rannsakaði Lamarck hryggleysingja, en á þeim tíma var þeim öllum flokkað í annað hvort skordýr eða orma, en hann kom fram með nánari flokkun á ormum í liðorma og flatorma.


Lamarck hlaut aldrei viðurkenningu kollega sinna og voru vísindakenningar hans annað hvort hundsaðar eða gagnrýndar alla hans tíð.