Jónas Hallgrímsson

Talið er að Jónas (1807-1845) (skáld „rómantíska stefnan“ og náttúrufræðingur) hafi ásamt Japetus Steenstrup unnið að jarðfræðikorti af Íslandi. Þeir félagar vildu ganga úr skugga um að niðurstöður þýsks námufræðings, Otto Krug von Nidda, væru réttar. Von Nidda hafð hafði ferðast um landið árið 1833 og ári seinna gefið út fyrsta jarðfræðikortið af Íslandi. Hann skiptir landinu upp í tvær aðal myndanir þ.e. blágrýtismyndun og trakýtmyndun. Enginn vafi leikur á að trakýtmyndun von Nidda samsvarar móbergsmynduninni sem liggur þvert í gegnum landið. Svo virðist sem rannsóknir von Nidda hafi verið hvati rannsóknar Jónasar og Steenstrup. Niðurstaða þeirra var á þá leið að þeir skiptu jarðsögu Íslands í þrjá kafla þ.e. „tímabil hins forna blágrýtis“, tímabil hins yngra „grágrjóts“ og tímabil nútímahrauna.


Þrátt fyrir góðan skilning Jónasar á náttúrunni og greinagóðar lýsingar var hann fylgismaður Cuvier og þeirrar hugmyndar að Nóaflóðið skildi hinn jarðfræðilega tíma frá vorum dögum. Á ferðum sínum safnaði Jónas sýnum af plöntuleifum sem síðar voru rannsakaðar af Oswalds Heers og sýndu fram á míósen (5.2-23.3 Má) aldur íslensku blágrýtismyndunarinnar. Þegar Jónas lést hafði hann skrifað eldfjallasögu og var byrjaður á ferðabók, og er þá eingöngu átt við innan náttúruvísindanna.