Jean Louis Rodolphe Agassiz (1807-1873) var einn þeirra fyrstu til að beita kennisetningu Huttons. Hann komst að þeirri niðurstöðu að að jökulís hefði skriðið yfri stóra fláka lands í Norður-Ameríku. Agassiz ólst upp í Swiss og kynntist þar Chamonix og Diableret jöklunum sem eru daljöklar í Ölpunum. Þar veitti hann athygli jökulmenjum á borð við grettistök og jökulrákaðar klappir og ýmiss konar jökulurðum sem voru í augljósum tengslum við jöklana. Agassiz flutti til Bandaríkjanna þar sem hann rakst á samskonar fyrirbæri þ.e. grettistök o.s.fr. Þessi fyrirbæri minntu á Sviss nema hvað hér vantaði ísinn. Í beinu framhaldi hélt hann því fram að jöklar hefðu gengið yfir Norður-Ameríku en síðan bráðnað burt og að loftslag á þessum jarðsögutíma, pleistósen, hefði verið kaldara en nú.


Agassiz notaði ásýnd setlaga til þess að draga ályktanir um landslag, ferli og loftslag á tilteknum jarðsögutíma. Á svipaðan hátt má beita reglu Huttons um önnur jarðlög og lesa út loftslag fyrri alda. Þannig benda kóralrif til hlýs loftslags og t.d. kol til raks loftslags.