vatn, hringrás í náttúrunni: við uppgufun tekur vatn gufunarvarma til sín og hreinsun á sér stað við að grugg og uppleyst efni verða eftir.


Vatnsgufan, H2O(g), stígur upp því að hún er léttari en súrefni, O2(g) og nitur, N2(g). Jafnframt kólnar vatnsgufan og þéttist og gefur aftur frá sér orkuna sem hún tók til sín við uppgufunina.


Regndropar og snjókorn taka til sín rykagnir og önnur óhreinindi úr andrúmsloftinu.


Regnvatn síast í jarðlögum og hreinsast.


Sjá töflu yfir uppleyst efni í jarðhitavatni og Gvendarbrunnavatni: |T|