svigrúm: rafeindir með sömu aðal- og aukaskammtatölu dreifast í svigrúm sem hafa mismunandi orkuþrep; [orbital].


Til er eitt s-svigrúm á hverju þrepi (hveli), en á ytri hvelum eru einnig þrjú p-svigrúm, fimm d-svigrúm og sjö f-svigrúm. Hvert svigrúm getur hýst tvær rafeindir þar sem önnur snýst réttsælis um sjálfa sig en hin rangsælis.



Orkuþrep (hvel) rafeinda:


Lögun s- og p- svigrúmanna:


Lögun d- svigrúmanna:




Sjá rafeindaskipan.