rakastig er hlutfallið á milli raunverulegs rakamagns loftsins og mettunarrakamagns við sama hitastig. Rakastig er tilgreint í prósentum og er 100% í mettuðu lofti (skýjum og þoku). Hérlendis liggja mánaðarmeðaltöl rakastigs utanhúss oftast á bilinu 70% − 90%.