Þriðja lögmál Newtons segir að verkun tveggja hluta á hvorn annan sé ávallt jöfn og gagnvirk eða gagnkraftar tveggja hluta á hvorn annan séu ætíð jafnstórir og beinist hvor gegn öðrum.


Þriðja lögmálið er mikilvægt í þeirri grein aflfræðinnar sem fjallar um hluti í jafnvægi og kraftana sem á þá verka; [statics]. Það leyfir að flókin mannvirki og vélar séu greind upp í einfalda aðskilda hluta svo hægt sé að reikna kraftana sem verka á hvorn þeirra fyrir sig með sem fæstum óþekktum stærðum.