Annað lögmál Newtons er magnbundin lýsing á þeirri breytingu sem kraftur hefur á hreyfingu hluta.


Það segir að hröðun sé í réttu hlutfalli við kraftinn en í öfugu hlutfalli við massann:


           I
           II

Eftir því sem krafturinn vex eykst hröðunin (jafna I) og eftir því sem massinn vex minnkar hröðunin sé krafturinn óbreyttur (jafna II).


Annað lögmálið er mikilvægast og til þess má rekja allar grundvallar jöfnurnar í hreyfi- og aflfræði. Einfaldasta dæmið er fallandi hlutur. Sé horft framhjá loftmótstöðu er þyngdarkrafturinn eini krafturinn sem verkar á hlutinn og veldur hröðun sem jafngildir þyngdarhröðuninni, 9,8 m/s2 við yfirborð jarðar.