Fyrsta lögmál Newtons um hreyfiástand hluta: Skriðþungi hlutar (m · v) helst óbreyttur nema utanaðkomandi kraftur verki á hlutinn.


Þetta þýðir annað hvort að sérhver hlutur hvílir í kyrrstöðu eða heldur jafnri hreyfingu eftir beinni línu nema utanaðkomandi kraftur verki á hann.


Fyrsta lögmál Newtons má líka orða svona: Hlutur er í kyrrstöðu eða á hreyfingu á jöfnum hraða eftir beinni línu nema að kraftur verki á hann.


Oft er vitnað til þessa lögmáls Newtons sem tregðulögmálsins.


Hlutur helst ekki á hreyfingu vegna tregðu sinnar heldur aðeins vegna þess að engir kraftar hægja á honum, breyta stefnu hans eða auka hraða hans.