marktækir tölustafir: [significant digit, significant figures] eru þeir tölustafir sem eru réttir miðað við gefna nákvæmni taldar frá og með fyrsta stafnum sem ekki er núll.


Talan 0,0230 hefur þrjá marktæka tölustafi: 0,0230 sem hér eru sýndir með rauðu.


Sjá ennfremur: |T| og um marktæka tölustafi í mælingum.



Við margföldun og deilingu fær svarið sama fjölda marktækra tölustafa og sá liður í margföldunni eða deilingunni sem er með fæsta marktæka tölustafi.  
   I
5,2 er sú tala í útreikningnum sem hefur fæsta markverða stafi og því má svarið aðeins hafa tvo markverða tölustafi.

 
   II
Hér er 5 er sú tala í útreikningnum sem hefur fæsta markverða stafi og því má svarið aðeins hafa einn markverðan tölustaf.

 
   
   III
Við samlagningu og frádrátt hefur svarið sama fjölda marktækra aukastafa eins og sú mælistærð sem hefur fæsta aukastafi. Óvissu tölustafirnir eru litaðir rauðir.

Svarið verður 104,8 vegna þess að 83,1 hefur aðeins einn aukastaf.
 
Þegar útreikningar eru gerðir í tveimur eða fleiri skrefum og ef milliútkomur eru skráðar niður þá er rétt að rita minnst einn staf umfram marktæka stafi. Það kemur í veg fyrir að afrúnnun safnist upp og skekki niðurstöðuna. Þegar reiknivél er notuð er best að setja dæmið upp í einni lotu og rúnna aðeins lokasvarið.  
        IV
Ef við tökum samlagningardæmið hér að ofan (III) lítur þetta svona út:  
   V
Með því að reikna samlagninguna sér og bæra einum aukastaf við svarið verður þetta svona:  
   VI