staðalaðstæður — STP: staðalaðstæður eru 0°C og 1 loftþyngdar (1 atm.) þrýstingur, sem jafngildir 760 mmHg(kvikasilfur).


Eitt mól lofttegundar er 22,4 lítrar við 0°C og einnar loftþyngdar þrýsting (1 atm.).


Lögmál Boyles: við sama hitastig og fastan fjölda móla lofttegundar vex rúmmálið í öfugu hlutfalli við þrýsting.


Lögmál Charles: rúmmál ákveðins magns af lofttegund (við óbreyttan þrýsting) breytist í réttu hlutfalli við hitastigið.


Lögmál Avogadros: jafnstórir rúmmálshlutar mismunandi lofttegunda hafa að geyma sama fjölda sameinda við sama hitastig og þrýsting.




V µ 1⁄P    við fast T og n Boyle
V µ T við fast P og n Charles
V      µ      n    við fast     T og P    Avogadro


µ táknar rétt hlutfall, V rúmmál, P þrýsting, T hitastig í Kelvingráðum og n fjölda móla.



Ofanskráð lögmál má draga saman í stærðfræðilega ástandsjöfnu kjörlofttegunda á eftirfarandi hátt:

V = R(1⁄P)(T)(n)    eða   PV = nRT



R er algildur fasti fyrir kjörlofttegundir. Þegar þrýstingurinn, P, er mældur í loftþyngdum (atm.) er R = 0,082057 L atm mól−1 K−1.