jón: [ion] atóm eða sameind sem hefur rafhleðslu. Jákvæðu jónirnar kallast katjónir en þær neikvæðu anjónir.Myndin sýnir vetnisjónir sem dæmi um myndun jónar og hvernig þær eru táknaðar:Jákvæðar jónir (katjónir)


Flestar jákvæðar jónir eru málmjónir sem bera sama nafn og málmurinn. Þegar sama málmatóm getur misst mismunandi margar rafeindir og fengið þar með mismunandi hleðslu (oxunartölu) er notuð rómversk tala á eftir heiti málmjónarinnar í nafni efnasambands til að gefa hleðsluna til kynna. |T|Jákvæðar jónir eru einatóma í flestum tilfellum. Hér verða aðeins nefndar þrjár undantekningar: |T|


Nokkur dæmi um nöfn algengra salta með íðendingu. |T|Neikvæðar jónir (anjónir)


Nöfn einatóma neikvæðra jóna eru mynduð á þann hátt að bætt er endingunni -íð við nafn frumefnisins. Athugið að í sumum tilfellum bætist endingin við orðstofn úr alþjóðlegu heiti efnisins. |T|


Örfáar, algengar, samsettar jónir fá líka endinguna -íð. |T|


Stærðir atóma og jóna ◊.Oxýjónir


Nokkrar algengar neikvæðar jónir innihalda súrefni og eru þess vegna oft nefndar oxýjónir. Um nafngiftir þessara jóna gilda ekki jafn einfaldar reglur og um nöfn einatóma jóna.


Gerður er greinarmunur á jónum málmleysingja þegar þeir mynda tvær tegundir oxýjóna með mismunandi mörgum súrefnisatómum þannig að efnið með færri súrefnisatómin fær endinguna -ít en það sem er með fleiri súrefnisatómin fær endinguna -at.


Sum efni eins og t.d. klór mynda fleiri en tvær tegundir oxýjóna og eru þá notuð forskeytin hýpó- fyrir efni sem inniheldur fæst súrefnisatóm en per- fyrir efni með flest súrefnisatómin. |T|


Þegar vetni tengist við neikvæða oxýjónina bætist heiti þess framan við nafn oxýjónarinnar. |T|