hvarfvermi: [ Δ Hrxn ;  Δ Hhv ] er vermisbreyting fyrir efnahvarf; [reaction enthalpy].



Δ H = H(myndefni) - H(hvarfefni)


Rétt er að hafa í huga varðandi hvarfvermi:
1 Hvarfvermi er magnbundinn eiginleiki þannig að ef magnið er tvöfaldað þá tvöfaldast hverfvermið sbr. eftirfarandi jöfnu:  
CH4(g) + 2 O2(g) → CO2(g) + 2 H2O(l) ΔH = – 890 kJ [5.18]
Ef hvarfið er tvöfaldað þá gildir:
2 CH4(g) + 4 O2(g) → 2 CO2(g) + 4 H2O(l) ΔH = 2 · (–890 kJ) = –1780 kJ
2. Hvarfvermið skiptir um formerki þegar það gengur í gagnstæða átt.
Um „Öfugan“ bruna metans gildir þá eftirfarandi:
   
CO2(g) + 2 H2O(l) → CH4(g) + 2O2(g) ΔH = –(– 890 kJ) = + 890 kJ [5.19]
3. Hverfvermið er háð ástandi efnanna. Þannig er hvarfvermið fyrir bruna metans til dæmis háð því hvort vatnið sem myndast er vökvi eða gas. þe.    
CH4(g) + 2 O2(g) → CO2(g) + 2 H2O(l) ΔH = – 890 kJ
CH4(g) + 2 O2(g) → CO2(g) + 2 H2O(g) ΔH = – 802 kJ
Munurinn á hvarfvermi þessara efnahvarfa er í raun uppgufunarvarmi vatns, þe. eftirfarandi fasabreyting:
2 H2O(l) → 2 H2O(g) ΔH = + 88 kJ [5.20]
Það þarf því ½ · 88 kJ = 44 kJ til að 1 mól (18g) af vatni gufi upp.


Sjá myndunarvermi.