hröðun [acceleration] (a) er mælikvarði á það hversu ört hraðinn breytist á tímaeiningu. Þetta má tjá með jöfnunni:


   Jafna I.


Þyngdarhröðun, g, er um 9,8 m/s2 nálægt yfirborði jarðar.


SI-einingin fyrir hröðun er m/s2Hröðun Hröðun Grafið sýnir vegalengd sem farin er þegar upphafshraðinn vo > 0 og hraðinn vex jafnt uns lokahraða er náð. (Grái flöturinn að viðbættum gula fletinum).

Eigi engin hröðun sér stað verður vegalengdin jöfn gráa fletinum en sé upphafshraðinn vo = 0 verður vegalengdin jöfn gula fletinum.

Bláa skammhliðin er jöfn lokahraða að frádregnum upphafshraða eða v-vo. Ekki er hægt að nota þessa stærð en meðalhraði gæti dugað. Hentugra er þó að leita að annarri stærð þannig að ekki þurfi að nota hraðann (v).


Við notum jöfnu I hér að ofan og sjáum að hægt er að skipta v − vo út fyrir at.

Flatarmál þríhyrningsins verður þá:

Og nú getum við skrifað nytsama jöfnu sem gefur okkur vegalendina:

 
Neikvæð hröðun Vegalengd án hröðunar jafngildir gráa fletinum.

Neikvæð hröðun gerist þegar hlutur hægir jafnt og þétt á sér. Gula skástrikaða svæðið dregst því frá því gráa þegar finna þarf vegalengdina.