hlutleysihvarf: [neutralization reaction] gerist þegar Þegar lausnum sýru og basa er blandað saman. Myndefni hvarfsins búa hvorki yfir eiginleikum sýru- eða basalausna. Þegar saltsýru (HCl) er td. blandað við vítisóta (NaOH) gerist eftirfarandi efnahvarf:


HCl(aq) + NaOH(aq) H2O(l) + NaCl(aq) [4.12]
(sýra)   (basi)   (vatn)   (salt)  

Myndefnin í þessu hvarfi eru vatn og matarsalt, NaCl. Sem samsvörun við þetta hvarf er venja að kalla sölt þau jónaefni sem fá katjónirnar frá basa (td. Na+ frá NaOH) og anjónirnar frá sýru (td. Cl? frá HCl). Almennt má segja að hlutleysihvarf milli sýru og málmhydroxíðs myndi vatn og salt.


Sameindajafna: Mg(OH)2(s) + HCl(aq) MgCl2(aq) + H2O(l)
               
Nettó jónajafna Mg(OH)2(s) + H+(aq) Mg2+(aq) + H2O(l)