Hlutfallareikningar, frh.



Sinkborði sem vegur 2,00 g er settur í lausn sem inniheldur 2,50 g af silfurnítrati og gerist þá eftirfarndi hvarf:

Zn(s) + 2 AgNO3(aq) → 2 Ag(s) + Zn(NO3)2(aq)

a) Hvert er takmarkandi efnið?
b) Hve mörg grömm af Ag myndast?
c) Hve mörg grömm af Zn(NO3)2 myndast?
d) Hve mörg grömm verða afgangs í lok efnahvarfsins af því efni sem ofgnótt er af?

Svör:
Massi hvarfefnanna er gefinn í grömmum og þess vegna þarf að byrja á því að reikna fjölda móla hvarfefnanna eins og gert er hér til vinstri.
a) Við sjáum að 2 AgNO3(aq) er takmarkandi með 0,0147 mól.
b) Jafnmörg mól myndast af Ag og það gera 1,59 g.
c) Helmingi færri eða 0,00735 mól myndast af Zn(NO3)2 og það gera 1,39 g.
d) Afgangs verða 0,0233 mól eða 1,52 g af sinkmálmi, Zn(s).