geislavirkni efna: [radioactivity] stafar frá óstöðugum kjörnum þeirra. Kjarnarnir eru stöðugt að hrörna og gefa samtímis frá sér geislavirk efni. Við hrörnunina breytist frumefnið í annað frumefni. Geislun geislavirkra efna stafar ýmist frá alfaögnum, sem eru kjarnar 2He4 (helín-4) þ.e. 2 róteindir og 2 nifteindir eða betaögnum, sem eru rafeindir, táknaðar með −1 og gammageislun sem gerist við útgeislun agna þegar kjarni fellur af háu orkustigi á lægra orkustig og er því mjög orkurík rafsegulbylgja, o γ o .


Kjarninn sem hrörnar kallast móðurkjarni en kjarninn sem myndast kallast dótturefni.