eðlismassi: [density] er stærð sem einkennir efni og er skilgreind sem massi á rúmmálseiningu efnis.


Eðlismassi = massi/rúmmál,

Gríski bókstafurinn ρ (hró) táknar eðlismassa,
V merkir rúmmál og
m stendur fyrir massa.


Samsetta einingin fyrir eðlismassa er kílógramm á rúmmetra, kg/m3, en algengara er að nota grömm á rúmsentimetra, g/cm3, sem er jafnt og grömm á millilítra, g/mL.