Þeir sem unnu við rannsóknir í efnafræði um aldamótin 1900 vissu ekkert um öreindir en þeim var þó kunnugt um að atóm mismunandi frumefna væru misþung.


Það var þekkt að í 100,0 g af vatni eru 11,1 g af vetni og 88,9 g af súrefni eða 8 sinnum meiri massi af súrefni. Þegar ljóst varð vatnssameindin er mynduð úr tveimur vetnisatómum og einu súrefnisatóm mátti auðveldlega reikna úr að massi súrefnisatóms er 16 sinnum meiri en massi vetnisatóms. Útbúinn var nýr massakvarði sem hentaði atómum þar sem léttasta atómið fékk massann eina einingu (1 u) og massi annarra frumefna var í hlutfalli við það.