ástandsbreyting: [change of state] líka kallað hamskipti; þegar efni fer úr einu ástandi (ham) í annað: fast, fljótandi, loftkennt (gaskennt) ástand efnis.


Hamskipti eru gefin til kynna með táknunum s (solid = fast efni), l (liquid = vökvi) og g (gas).


s → l: bráðnun; l → g = gufun; g → l: þétting; s → g: þurrgufun.


Þessi tákn [phase labels] eru skrifuð sem hnévísar í efnajöfnum.



    H2O(s) → H2O(l) → H2O(g)



Tafla með eðlisvarma og hamskiptavarma [latent heat] nokkurra efna: |T|