afl: segir til um vinnu á tímaeiningu og er lýst með jöfnunni:

P = W/t.


SI-eining afls er W (wött). Eitt watt jafngildir eins jouli vinnu á sekúndu, W = J/s.


Þegar sagt er að orkuver sé svo og svo mörg MW er í raun verið að lýsa hversu mörgum J/s það afkastar.


Wattstund = 3600J       Sjá kílówattstund.


Afl hlutar sem er á hreyfingu er margfeldið af kraftinum sem knýr hlutinn áfram og hraða hans og tjáð með jöfnunni:

P = F · v